Sólheimahjáleiga

Fjölskylduvæn gisting í sveit

Sólheimahjáleiga

Fjölskylduvæn gisting í sveit

Sólheimahjáleiga

Fjölskylduvæn gisting í sveitde

Velkomin í Sólheimahjáleigu.

Gestgjafarnir eru Elín og fjölskylda. Við höfum rekið ferðaþjónustu undir merkjum Ferðaþjónustu bænda í yfir 30 ár. Við höfum ávallt lagt upp úr að veita gestum okkar persónulega þjónustu og kappkostað að gestum líði vel á meðan á dvölinni stendur. Við erum fús að segja og sýna gestum frá búskapnum sem hér er rekinn.
Sólheimahjáleiga var byggð út úr jörðinni Ytri-Sólheimum og sama fjölskyldan hefur búið hér síðan 1850.

Það eru margir fallegir og áhugaverðir staðir nálægt okkur. Vík í Mýrdal, er byggðakjarninn í sveitarfélginu og þangað eru 24 km. Þar er t.d. matvörubúð, sundlaug, bensínstöð og veitingastaðir. Svæðið umhverfis Vík er mjög fallegt og mælum við með góðum göngutúr þar. Reynisfjara, er stórkostleg fjara sem er sérstök fyrir fallega stuðlabergsmyndun hún er staðsett vestan við Reynisfjall. Í um 16 km fjarlægð frá Sólheimahjáleigu er þekkt klettaeyja sem heitir Dyrhólaey. Vestan við Sólheimahjáleigu í um 7 km fjarlægð er Sólheimajökul. Þar er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta tengd jöklinum. Í Skógum, sem er 10 km vestur frá bænum er eitt af glæsilegustu byggðasöfnum Íslands. Þar er jafnframt hinn þekkti Skógafoss. Ennfremur má nefna Eldgosasafnið á Þorvaldseyri, sem opnaði 14 apríl 2011. Ferðamenn geta einnig farið í lengri dagsferðir austur á þjóðgarðinnSkaftafell (163 km) eða farið að Jökulsárlóni, Jökulsárlónið (216 km). Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að fara til Vestmannaeyja með ferju og í Þórsmörk. Gullfoss og Geysir eru einnig aðeins í 150 km fjarlægð. Ekki má heldur gleyma hinum ýmsu leyndardómum Íslands og því sem er hægt að upplifa ef fólk aðeins leyfir sér að prófa og hefur augun opin.
Við hlökkum til að sjá þig á gistihúsinu okkar.
Elín, Jónas, Einar Freyr, Snorri Björgvin og Jóhann Bragi.

Verð og bókanir

Hafðu samband